Vox Populi er kór ungs fólks 18-40 ára sem sér um að leiða söng í guðsþjónustum í Kirkjuselinu og kemur auk þess fram á jóla- og vortónleikum og við fleiri tækifæri. Kórinn syngur fjölbreytta tónlist en aðalmarkmiðið er að syngja af innlifun og gleðja aðra með söng. Voxið æfir í Grafarvogskirkju á miðvikudagskvöldum. Helsta verkefni kórsins er að syngja við messur kl. 13 í Kirkjuselinu yfir vetrartímann en ásamt því tekur kórinn við ýmsum öðrum verkefnum. Stjórnandi kórsins er Lára Bryndís Eggertsdóttir. Áhugasamir söngfuglar setji sig í samband við kórstjóra!