Sú nýbreytni hefur verið tekin upp við guðsþjónustur safnaðarins, að fela messuþjónum að bera uppi guðsþjónusturnar ásamt prestum safnaðarins. Þetta fyrirkomulag er sérlega vel til þess fallið að ,,lífga upp á” messurnar okkar.
Ert þú kannski akkúrat sá/sú sem við erum að leita að? Þú þarft ekki að vera sérfróð/ur um messur til að vera með. Þú þarft ekki einu sinni að hafa reynslu af messunni. Við munum leiða þig áfram til þeirrar þjónustu sem þú treystir þér í. Það eina sem þú þarft er að hafa áhuga fyrir er að þjóna við helgihald í söfnuðinum þínum og vilja taka þátt í félagsstarfi sem er gefandi og þroskandi.
Vilt þú verða messuþjónn? Eða viltu afla þér nánari upplýsinga um hvað málið snýst? Hafðu þá samband við presta kirkjunnar í síma 587-9070 og við munum taka fagnandi á móti þér. Fyrirspurnir má einnig senda á arna@grafarvogskirkja.is
,,Finnið því, systkin, sjö vel kynnta menn úr yðar hópi, sem fullir eru anda og visku. Munum vér setja þá yfir þetta starf.” Post. 6:3