Fjölbreytt helgihald er í Grafarvogssókn. Á hverjum helgum degi er guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00. Yfir vetrarmánuðina er Selmessa í Kirkjuselinu í Spönginni alla sunnudaga kl. 13. Sunnudagaskóli er kl. 11 alla sunnudaga á neðri hæð kirkjunnar. Prestar safnaðarins skipta þjónustunni á milli sín, ásamt messuþjónum kirkjunnar. Guðsþjónustur eru sem hér segir:
Almenn guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11:00.
Selmessa í Kirkjuselinu í Spönginni kl. 13:00 (frá 1. september 2019)
Sunnudagaskóli í Grafarvogskirkju kl. 11:00 (gengið inn um hliðarinngang á neðri hæð, bókasafnsmegin).
Kyrrðarstund í Grafarvogskirkju þriðjudaga kl. 12:00. Léttar veitingar í boði á 500 kr.