Aðventuhátíð barnanna 1. desember kl. 11:00
Sunnudaginn 1. desember kl. 11:00 verður aðventuhátíð barnanna. Kveikt verður á aðventukransinum. Einnig verður lesin jólasaga og sungin jólalög. Tónskóli Reykjavíkur verður með tónlistaratriði. Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir og Hilda María Sigurðardóttir annast stundina.