Sumarið 2024

Námskeiðin eru fyrir 6-9 ára börn og verða sem hér segir:

  • 1. námskeið: 10. – 14. júní (5 dagar)
  • 2. námskeið: 6. – 9. ágúst (4 dagar)
  • 3. námskeið: 12. – 16. ágúst (5 dagar)

Námskeið nr. 1 og 3 eru 5 dagar og kosta 15.500 kr. Námskeið nr. 2 er 4 dagar og kostar 13.000 kr.

(Athugið að lágmarksskráning þarf að nást til að námskeið verði haldið)

Námskeiðin eru virka daga frá klukkan 8:00-16:00.

Börnin koma með sitt eigið nesti fyrir hvern dag. Boðið er upp á hafragraut í morgunmat og djús í kaffinu fyrir þau börn sem það vilja.

Dagskrá

Hver dagur byggist upp á rólegum stundum, sögum, fræðslu, fjöri og útiveru.

Rólegar stundir
Sögur, leiklist eða spjall.

Frjáls tími
Spil, föndur, perlur, leikir og fleira í boði.

Fræðslustundir
Á hverjum degi er fræðsla úr Biblíunni.

Fjör
Wipe-out braut, ævintýraferð, íþróttir, danskennsla, náttfatapartý, hæfileikasýning, vatnsrennibraut, pylsupartý, leikir, rugldagur og margt margt fleira.

Útivera
Skógarferð, gönguferð, ævintýraferð, buslferð og fleira.

Nánari upplýsingar

Upplýsingar er hægt að fá í síma 587-9070 og í gegnum netfangið hildasig99@gmail.com.