Sunnudagurinn 6. mars er æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar. Í Kirkjuselinu verður Harry Potter þema í messunni. Við tölum um sögur sem geta endað bæði vel og illa, hvernig við þurfum stundum að velja á milli óttans og ástarinnar, og hvernig við þurfum að velja að ganga veg kærleikans á hverjum degi.
Sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir þjónar, Vox Populi leiðir söng undir stjórn Hilmars Arnar Agnarssonar.