Guðsþjónusta kl. 11.00. Dregið verður um fermingardagana.
Fermingarbörnum úr Kelduskóla og Vættaskóla ásamt foreldrum er sérstaklega boðið.
Séra Vigfús Þór Árnason þjónar fyrir altari ásamt séra Sigurði Grétari Helgasyni og séra Gunnari Einari Steingrímssyni nývígðum presti í Noregi.
Kór kirkjunnar syngur. Organisti er Hákon Leifsson.
Að lokinni guðsþjónustunum verður stuttur fundur þar sem farið verður yfir starf vetrarins.
Að fundinum loknum verður hádegisverðarhlaðborð „Pálínuboð” og er hver fjölskylda vinsamlegast beðin um að koma með eitthvað matarkyns á það hlaðborð.
Gott er að koma með veitingarnar um kl. 10.30.