Nk. sunnudag verða væntanleg fermingarbörn úr Kelduskóla Vík og Vættaskóla Engi boðin velkomin í messu kl. 11 í Grafarvogskirkju. Á eftir verður stuttur kynningarfundur fyrir fermingarbörn og foreldra, þar sem dregið verður um fermingardaga vorsins 2016. Svo ljúkum við samverunni með því að njóta saman veitinga af ,,Pálínuhlaðborði“, og er hver fjölskylda væntanlegs fermingarbarns beðin að leggja eitthvað á borðið.
Sr. Vigfús Þór sóknarprestur, og sr. Sigurður Grétar, prestur, þjóna, Kór Grafarvogskirkju leiðir söng og organisti er Hákon Leifsson.