Uppskeruhátíð barnastarfsins verður í Grafarvogskirkju sunnudaginn 10. maí kl. 11:00. Trúðurinn Wally kemur í heimsókn og sýnir listir sínar. Við fáum að hlusta á stúlknakór Grafarvogskirkju syngja og einnig syngjum við saman hefðbundin lög úr sunnudagaskólanum. Að fjölskylduguðsþjónustu lokinni verður hægt að hoppa í hoppukastala og fá sér grillaða pylsu.