Mánudaginn 4. maí á Eyrarbakka
Hjónin Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson taka á móti okkur í Eyrarbakkakirkju en þar leiðir Ásta okkur inn í heim forfeðra sinna og mæðra, fjallar um sögusvið horfins tíma og það öfluga og gróskuríka menningarsamfélag sem var á Eyrarbakka. Valgeir flytur eigin lög og texta af sinni alkunnu snilld.
Að loknu kvöldkaffi býður Lýður Pálsson safnstjóri okkur að líta við í ,,Húsinu“, Byggðarsafninu þar sem ættmenni Ástu bjuggu og unnu merk störf á sviði menningar og mennta. Heimsókninni lýkur með inniliti hjá þeim hjónum í Bakkastofu þar sem þau búa og vinna við menningu og menntir, ekki ólíkt og í ,,Húsinu“ á 19. öldinni. Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju stundvíslega kl. 19.00 og komið til baka um klukkan 23.00.
Vonandi sjá sem flestir sér fært að fagna vorkomunni með okkur, bregða sér austur fyrir fjall og verja kvöldinu með skemmtilegu fólki.
Þátttökugjald kr. 2.200 (kvöldkaffið innifalið)
Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku í síma Grafarvogskirkju 587-9070 eða til Bergþóru í síma 824-1958 í allra síðasta lagi föstudaginn 1. maí. Aðeins verður farið í einni rútu svo það gildir að „fyrstur kemur, fyrstur fær“.
Stjórnin