IMG_8269

Sú venja hefur verið Grafarvogskirkju frá stofnun safnaðarins að fermingarbörnin velji sér ritningarvers úr Biblíunni fyrir fermingardaginn og lesi þau upp í fermingunni.

Í ár eru ritningarversin rituð á rúðubrot en mynd af glugganum hefur verið bútuð niður, versið, nafn og fermingardagur ritaður á bakhliðina og síðan búið um allt saman innan í hörðu plasti.

Rúðubrotið af svipaðri stærð og greiðslukort eða nafnspjald og kemst því auðveldlega í peninga- eða kortaveski.

Með þessu eru fermingarbörnin minnt á að þau eru hvert og eitt, brot af stærri mynd sem er góð sköpun Guðs. Að þau eru ólík þó öll séu þau hluti af fjölskyldu kristins fólks. Um leið fá þau með sér brot úr hinu fallega glerlistaverki Leifs Breiðfjarðar, til minningar um fermingardaginn.

Það getur verið gott í framtíðinni að geta tekið upp kortið úr veskinu, í amstri dagsins og rifjað upp ritningarverisð og um leið sótt gleði og kraft í minninguna um fermingardaginn.