Vikulegt barna- og unglingastarf í Grafarvogskirkju og kirkjuselinum í Borgum hefst á ný sunnudaginn 11. janúar.
Sunnudagaskólinn verður í Grafarvogskirkju kl. 11 og í Kirkjuselinu kl.13.
6-9 ára starf verður á neðri hæð kirkjunnar á þriðjudögum kl. 17:00-18:00
10-12 ára starf verður á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 18.00-19.00
Listasmiðja verður í Kirkjuselinu í Borgum á fimmtudögum kl. 17.00-18.00.
Æskulýðsfélagið (8-10.bekkur) verður á neðri hæð kirkjunnar á mánudögum kl. 20.00-21.30.
Nú er hægt að nálgast flestar dagskrár hér á heimasíðunni undir „æskulýðsstarf“.
Hlökkum til að sjá ykkur!