ChurchPeople
Fermingarbörn úr Foldaskóla og Rimaskóla eru sérstaklega boðin til guðsþjónustu ásamt foreldrum sínum. Fundur um fermingarstarfið verður að lokinni guðsþjónustu. Fjölskyldur fermingarbarna eru vinsamlegast beðin um að koma með eitthvað góðgæti á hlaðborðið í kirkjukaffinu.

Séra Vigfús Þór Árnason prédikar og þjónar ásamt sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur og messuþjónum. Hákon Leifsson er organisti og kór kirkjunnar leiðir söng.

Sunnudaginn 14. september verður fermingarbörnum úr Kelduskóla Vík og Vættaskóla Engi boðið til guðsþjónustu og fundar á eftir. Gott væri þó ef einhver fermingarbörn úr þeim skólum kæmu nú á sunnudaginn og gætu tekið að sér að draga fermingardag fyrir sinn bekk.