Nú er hægt að nálgast dagskrár vetrarins fyrir barna- og unglingastarfið á vegum Grafarvogskirkju.
Dagskrárnar er að finna hér á síðunni undir flipanum „Æskulýðsstarf“.
Barna- og unglingastarfið sem fer fram í Grafarvogskirkju hefst mánudaginn 8. september, en starfið sem mun fara fram í kirkjuselinu í Borgum hefst ekki strax og verður nánar auglýst síðar. Í kirkjuselinu munum við bjóða upp á nýjung í barnastarfi, listasmiðju og tæknihóp. Það eru fjöldatakmarkanir í þá hópa, en nánari upplýsingar má fá hjá Þóru Björgu æskulýðsfulltrúa Grafarvogskirkju (thora@grafarvogskirkja.is).
Spennandi vetur framundan, hlökkum til!