Í gær, mánudaginn 1. september, tók sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir til starfa í Grafarvogskirkju. Biskup Íslands ákvað í júlí að skipa Örnu Ýrr í embætti prests frá 1. september en 20 umsækjendur voru um embættið. Arna Ýrr kemur til okkar frá Glerárkirkju á Akureyri þar sem hún hefur starfað sem prestur síðastliðin fjögur ár.
Við bjóðum Örnu Ýrr hjartanlega velkomna í Grafarvogskirkju.