Stundarskrárnar verða tilbúnar í lok vikunnar og þá hefst skráningin á netinu.
Bókin sem verður notuð í vetur heitir Con Dios og fæst í bókabúð Grafarvogs og í Kirkjuhúsinu á Laugarvegi. Efni sem tengist bókinni verður einnig aðgengilegt á netinu.
Sunnudaginn 7. september er fermingarbörnum úr Foldaskóla og Rimaskóla boðið til guðsþjónustu í kirkjunni ásamt fjölskyldum sínum. Þar verður dregið um fermingardaga og birtast þeir á heimasíðunni í kjölfarið. Að lokinni guðsþjónustu verður fundur um fermingarfræðsluna og pálínuboð þar sem allar fjölskyldurnar eru berðnar um að koma með eitthvað gott á borðið.
Sunnudaginn 14. september er fermingarbörnum úr Kelduskóla og Vættaskóla boðið til guðsþjónustu í kirkjunni og pálínuboð og fundur um fermingarfræðsluna á eftir.
Sunnudagaskólinn hefst 7. september í kirkjunni og barna- og æskulýðsstarfið í vikunni á eftir.
Sunnudaginn 14. september byrjar starf kirkjunnar í kirkjuselinu í Borgum í Spöng. Þar verða léttar messur alla sunnudaga kl. 13:00 og sunnudagaskóli á sama tíma.