Sunnudaginn 4.janúar næstkomandi verður djáknavígsla í Dómkirkjunni. Þar mun Gunnar Einar Steingrímsson æskulýðsfulltrúi Grafarvogskirkju vígjast sem djákni til Grafarvogskirkju.
Athöfnin hefst klukkan 14.00 og eru allir boðnir velkomnir.
Æskulýðsfulltrúi Grafarvogskirkju, Gunnar Einar Steingrímsson, mun vígjast til djákna í Dómkirkjunni sunnudaginn 4.janúar klukkan 14.00. Einnig mun Ásta Ingibjörg Pétursdóttir vígjast til prests í Bíldudals- og Tálknafjarðarprestakalli.
Gunnar hefur starfað sem æskulýðsfulltrúi Grafrarvogskirkju síðan 1.ágúst 2006 og mun starf hans ekki taka miklum breytingum þótt hann vígist. Áherslan mun vera áfram á fræðslustarf við börn og unglinga eins og hann hefur sinnt.
Gunnar lauk Ba. prófi í Guðfræði frá Háskóla Íslands 2004, Kennsluréttindanámi frá Háskólanum á Akureyri 2007 og Djáknaprófi frá Guðfræðideild Háskóla Íslands 2008.
Athöfnin hefst klukkan 14.00 og eru allir velkomnir.