Næstkomandi sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta í Borgarholtsskóla.
Þar verður einnig sýndur helgileikur í flutningi eldri- og yngri barnakórs Grafarvogskirkju.
Sunnudagaskólinn verður með í fjölskylduguðsþjónustunni.
Helgileikurinn var sýndur síðastliðinn sunnudag í Grafarvogskirkju við góðar undirtektir. Var það mál manna og álit allra að sjaldan, eða aldrei, hafi jafn vel tekist til við helgileikinn. Því verður spennandi að mæta í Borgarholtsskóla næstkomandi sunnudag og sjá helgileikinn fluttan á ný. Stjórnandi kóranna er Oddný J. Þorsteinsdóttir og undirleikari er Arnhildur Valgarðsdóttir.
Sunnudagaskólinn verður með í fjölskylduguðsþjónustunni og fá því sunnudagaskólabörnin einnig að fylgjast með helgileiknum,enda eru sum hver þeirra einnig leikendur og söngvarar í helgileiknum.
Umsjón með stundinni hafa sr.Guðrún, Gunnar, Díana og Kristbjörg.