Grafarvogskirkja hefur upp á margt að bjóða fyrir fjölskyldufólk. Má þar helst nefna guðsþjónustur safnaðarins, sem eru fjórar talsins á hverjum sunnudegi, þar af tvær barnaguðsþjónustur og tvær ólíkar messur sem höfða til ólíkra hópa. En nú er einmitt gott að staldra við, hugsa um lífsgildin, lífsgæði, uppeldi og samskipti.
Grafarvogskirkja hefur upp á margt að bjóða fyrir fjölskyldufólk. Má þar helst nefna guðsþjónustur safnaðarins, sem eru fjórar talsins á hverjum sunnudegi, þar af tvær barnaguðsþjónustur og tvær ólíkar messur sem höfða til ólíkra hópa. En nú er einmitt gott að staldra við, hugsa um lífsgildin, lífsgæði, uppeldi og samskipti.
Í þessu samhengi er vert að leita allra leiða sér til hjálpar og andlegarar hressingar. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar býður borgarbúum upp á ókeypis fræðslufundi í hverfum borgarinnar. Það er ósk presta kirkjunnar að sem flest okkar foreldra hér í hverfinu getum nýtt það sem í boði er, okkur sjálfum og börnum okkar til uppbyggingar.
Upp er runnið tímabil endurmats og endurnýjunar lífsgilda í heiminum öllum. Námskeið og fundir sem þessir hjálpa okkur að horfa á hlutina jákvæðum augum og í uppbyggjandi anda. Nánar um það hér.