hope3

Sr. Vigfús Bjarni Albertsson, sjúkrahúsprestur flytur erindi um sorg og sorgarviðbrögð og í kjölfarið verður boðið upp á stuðningshópa fyrir syrgendur sem hittist fjögur þriðjudagskvöld í kirkjunni. Ef þú hefur áhuga á að vera með í sorgarhópi er gott að hafa samband við sr. Guðrúnu Karls Helgudóttur srgudrun@grafarvogskirkja.is eða sr. Petrínu Mjöll Jóhannesdóttur srpetrina@grafarvogskrkja.is. Einnig er hægt að hringja í kirkjuna og skrá sig í síma 5879070.

Það er líka velkomið að koma og hlusta á erindið án þess að taka þátt í stuðningshópnum.
Velkomin!