IMG_0174Jólafundurinn verður haldinn mánudaginn 2. desember og hefst kl. 20:00 í Grafarvogskirkju.

Við höfum hefðirnar í hávegum og hefjum jólafundinn með ritningarlestri og bæn.

Björg Þórhallsdóttir syngur jólalög við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar.

Edda Andrésdóttir les úr nýútkominni bók sinni, Til Eyja. – Fjörutíu árum eftir að jörðin rifnaði á Heimaey, nánast við bæjardyrnar á Kirkjubæ þar sem Edda dvaldi á sumrum hjá ömmu sinni og afa, vitjar hún liðinna tíma.

Guðni Ágústsson er ávallt léttur í lund og segir okkur skemmtilegar sögur af sjálfum sér og öðrum.

Jólalegar veitingar með jólalegum tónum.

Við hlökkum til að sjá ykkur sem allra flest og hvetjum ykkur til að taka með gesti og eiga notalega stund með okkur í Grafarvogskirkju.

 

Stjórn Safnaðarfélagsins