Í haust byrjuðum við með nýtt starf fyrir börn á aldrinum 9-11 ára sem átti vera með áherslu á listræna tjáningu. SPicture 024tarfið hefur verið vel sótt og gengið vonum framar. Í vetur voru að mæta í kringum 15 stúlkur í hverri viku og eru þær búnar að búa til fjöldan allan af listmunum, ásamt því að æfa söng og leiklist. Nú ætlum við að hafa listasýningu til að sýna öll listaverkin sem urðu til í vetur. Listasýningin verður í og eftir fjölskylduguðþjónustu í Grafarvogskirkju sunnudaginn næstkomandi, 1.des, kl.11:00.

Sjáumst!