Kvikmyndin „Lars and the real girl“ verður sýnd í kirkjunni fimmtudaginn 16. október kl.19:30.
Kvikmyndin „Lars and the real girl“ verður sýnd í kirkjunni fimmtudaginn 16. október kl.19:30. Umræður á eftir.
Myndin segir frá Lars sem af ýmsum ástæðum á erfitt með samskipti við fólk. Hann reynir að leysa það með því að fá sér dúkku sem hann kynnir fyrir öllum sem kærustuna sína.
Í vetur verða reglulega kvikmyndasýningar og umræður á umræður á eftir. Valdar verða bíómyndir og sjónvarpsþættir sem taka á tilvistarlegum spurningum og á einhvern hátt túlka þann raunveruleika sem við mannfólkið getum búið við.
6. nóvember kemur Árni Svanur guðfræðingur og fjallar um trúarstef í kvikmyndum.
4. desember verða sýndir sjónvarpsþættir og umræður á eftir.