Börn- og unglingar sem eru í starfi í Grafarvogskirkju hafa tekið höndum saman og safnað fatnaði, dóti og nauðsynjavörum fyrir munaðarlaus börn í Úkraínu.
Þau eru að taka þátt í verkefni sem heitir „Jól í skókassa“. Þá setjum við föt, dót og nauðsynjavörur (t.d. tannbursta, tannkrem og sápu) í skókassa sem pakkaður er inn í jólappapír. Skókassarnir eru síðan fluttir til Úkraínu á vegum KFUM&KFUK og eru færðir munaðarlausum börnum í Úkraínu.
Stelpurnar í listasmiðjunni tóku sig til í vikunni og flokkuðu allt sem hafði safnast eftir tegund og fyrir hvaða aldur það hentaði.