Það gleður okkur mikið að geta sagt frá því að 71 000 skrónur öfnuðust á uppboðinu sem haldið var í kirkjunni í gær. Herlegheitin hófust með Uppskerumessu þar sem uppskerunni var stilt upp í kór. Að lokinni messu var upskera haustsins borin inn í safnaðarsalinn og boðin upp við mikla stemmingu. Í boði voru fínar tertur, girnilegar sultur, ber, brauðréttir, grænmeti og kartöflur svo eitthvað sé nefnt.
Við viljum þakka öllum sem tóku þátt og lögðu sitt að mörkum við söfnun á línuhraðli fyrir Landspítalann! Á facebook síðu Grafarvogskirkju er hægt að skoða myndir frá uppboðinu.