grafarvogsk_podcastNú er haustið komið og þá er starf Grafarvogskirkju komið á fullt skrið. Næsta sunnudag verður guðsþjónusta í Grafarvogskirkju kl. 11. Sunnudagaskólinn verður svo bæði í Grafarvogskirkju og Borgarholtsskóla kl. 11. Sjáumst 🙂

Grafarvogskirkja

Guðsþjónusta kl. 11:00 – Séra Vigfús Þór Árnason og sr. Petrína Mjöll Jóhannesdóttir þjóna ásamt messuþjónum og fermingarbörnum.

Organisti er Hákon Leifsson. Vox Populi syngur.
Fermingarbörnum úr Foldaskóla og Rimaskóla og forráðafólki þeirra er sérstaklega boðið í guðsþjónustuna og á stuttan fundi á eftir verður farið yfir það sem tengist fermingarvetrinum.
Fjölskyldur fermingarbarna eru beðin um að koma með meðlæti með kaffinu á eftir en þá verður slegið upp “pálínuboði”.

Sunnudagaskóli kl. 11:00 – Umsjón hefur Þóra Björg Stefánsdóttir. Undirleikari er Stefán Birkisson.

Borgarholtsskóli

Sunnudagaskóli kl. 11:00 – Umsjón hefur Ásthildur Guðmundsdóttir. Undirleikari er Jón Guðmann Pálsson.