Kirkjustarf eldri borgara fer í haustferð til Vestmannaeyja næstkomandi þriðjudag, 10. september.
Lagt verður af stað frá Grafarvogskirkju kl.07:30. Mæting kl.07:15.
Innifalið er: Rútuferðir, fargjald með Herjólfi, morgunhressing í boði kirkjunnar, útsýnisferð í Vestmannaeyjum og hádegisverður á veitingahúsinu „Einsi kaldi“.