Kærleiksmessa kl. 11.00.
Séra Guðrún Karls Helgudóttir prédikar og þjónar fyrir altari ásamt messuþjónum.
Messuþjónum safnaðarins er sérstaklega boðið að vera með og taka þátt í hádegissamveru á eftir. Þar verður boðið upp á súpu og samtal um veturinn. Ef nýjir messuþjónar vilja bætast í hópinn þá er upplagt að koma í þessa messu.
Fermingarbörnum sem söfnuðu óvenju mörgum stimplum á síðasta vetri er líka sérstaklega boðið að koma og sækja viðurkenningu.
Kór kirkjunnar syngur.
Organisti: Hákon Leifsson.