Sunnudaginn 10.febrúar var haldin sunnudagaskólahátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra hér í Grafarvogskirkju.
Sunnudaginn 10.febrúar var haldin sunnudagaskólahátíð Reykjavíkurprófastsdæmis eystra hér í Grafarvogskirkju. Heppnaðist þessi hátíð afar vel og var vel sótt. Um 900 manns komu í kirkjuna þennan sunnudagsmorgun og áttu hér skemmtilega og uppbyggilega stund. Hingað komu einni Stígur og Snæfríður úr Stundinni okkar og einnig kom Skessan úr fjallinu í heimsókn. Myndir frá hátíðinni eru sýnilegar á myndavef Grafarvogskirkju.