Þriðjudagskvöldið 19. febrúar kl. 20:00 verður haldinn fyrirlestur í Grafarvogskirkju um börn og sorg. Fyrirlesari kvöldsins verður sr. Sigurður Pálsson, en hann er höfundur bókarinnar ,,Börn og sorg“
Í kjölfar fyrirlestursins verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópi sem hefst þriðjudagskvöldið 26. febrúar kl. 20:00 og verður vikulega í fjórar vikur, undir handleiðslu sr. Lenu Rósar Matthíasdóttur. Þessi hópur er hugsaður fyrir foreldra eða forsjáraðila barna sem misst hafa náin ástvin. Lesefni: ,,Börn og sorg“ e. Sigurð Pálsson. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt, er bent á að hafa samband við presta Grafarvogskirkju í síma 587-9070, eða hjá séra Lenu Rós á netfanginu srlenaros@grafarvogskirkja.is