Fræðslu- og leshópur í Grafarvogskirkju
Þekkir þú til Tómasarguðspjalls? Langar þig að vita meira um það? Má bjóða þér að vera með í góðum hóp? Við munum ræða spurningar eins og Hver er boðskapur guðspjallsins? Hvernig varð það til og hvaða máli skipti það? Hvernig opinberast Jesús í Tómasarguðspjallinu? Og margt fleira!
Fræðslu- og leshópurinn mun hefjast þriðjudaginn 9. apríl og verður hvern þriðjudag í fjögur skipti og lýkur 30. apríl. Námskeiðið er haldið á 2. hæð í Grafarvogskirkju við Fjörgyn, 112 Rvík. Leshópurinn er á frá 20:00 til 21:30.
Leiðbeinendur eru: Séra Lena Rós Matthíasdóttir og Dan Sommer.
Tryggðu þér pláss með því að senda póst á srlenaros@grafarvogskirkja.is eða hafa samband í síma: 587-9070. Hópurinn er öllum opinn og þátttakendum að kostnaðarlausu.