Um er að ræða þriggja kvölda námskeið sem hannað er af trúboðsmiðstöð Billy Graham og notað hefur verið út um allan heim með góðum árangri. “Christian Life and Witness Course” er sniðið fyrir hinn almenna safnaðarmeðlim sem vill taka þátt í undirbúningi fyrir Hátíð vonar í haust. Á íslensku hefur námskeiðið verið kallað Kristið líf og vitnisburður eða KLV.
KLV verður kennt á 8-10 stöðum á höfuðborgarsvæðinu og 8-10 stöðum á landsbyggðinni. Fólk velur stað og kvöld sem því hentar. Áherslan er á að efla trúarlíf hvers og eins og hjálpa fólki að tala við aðra um trú sína.
Kennt verður í Grafarvogskirkju eftirfarandi kvöld:
- Þriðjudag 9. apríl kl: 20-21:30
- Þriðjudag 16. apríl kl: 20-21:30
- Þriðjudag 23. apríl kl: 20-21:30
Námskeiðið er ókeypis og öllum opið. Þú ert velkominn ☺