Hópur áhugafólks um góðar bókmenntir ætlar að hittast á mánudagskvöldum kl. 20:00, rýna í skáldsögur, japla á góðgæti og sötra te/kaffi. Sumsé yndisleg mánudagskvöld við yndislestur og það eina sem vantar ert þú!
Komdu og vertu með, við ætlum að byrja á bókinni, Minning um óhreinan engil, eftir Henning Mankell, höfund bókanna um lögregluforingjann Wallander. Ummæli um bókina má finna hér: http://www.landogsaga.is/section.php?id=10003&id_art=11151
Áhugasamir verði sér úti um bókina og lesi bls. 1-67, fyrir mánudagskvöldið 28. janúar, en þá mun hópurinn hittast yfir kaffi og kruðerý og rýna í efnið. Hópurinn hittist öll mánudagskvöld þar til sagan verður á enda lesin. Komið inn um aðalinngang kirkjunnar!
Björg Ólafsdóttir og
Lena Rós Matthíasdóttir