Alþjóðleg samkirkjuleg bænavika fyrir einingu kirkjunnar er haldin árlega í janúar. Þessa viku sameinast kristið fólk um allan heim í bæn fyrir einingu. Bænavikan er undirbúin af kirkjum sem tilheyra samkirkjulegum samtökum er nefnast Alkirkjuráðið (World Council of Churches) og kaþólsku kirkjunni. Kirkjum á ákveðnu svæði heims er falið að undirbúa efnið og árið 2013 kemur það frá Indlandi, unnið af Kristilegu stúdentahreyfingunni þar í landi (Student Christian Movement of India, SCMI). Þema ársins er ,,Hvers væntir Guð af okkur?” og er byggt á Míka 6.6-8.
Nánari upplýsingar um bænavikuna má finna á vef Þjóðkirkjunnar, www.kirkjan.is/baenavika.