Sunnudaginn 19. júlí verður skógarmessa í fallegu rjóðri á Nónholti, innst í Grafarvogi.
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Guðrún Karlsdóttir leiða messuna. Sóknarnefndarfólk frá Árbæjar- og Grafarholtssöfnuði lesa ritningarlestra. Hjörleifur Valsson leikur á fiðlu. Svava Kristín Ingólfsdóttir leiðir söng og syngur einsöng. Sighvatur Jónasson leikur á harmónikku fyrir messu.
Pílagrímagöngur verða gengnar kl. 10:00 frá Grafarvogskirkju, Árbæjarkirkju og Guðríðarkirkju.
Eftir messu grillum við pylsur og njótum samfélagsins í yndislegri náttúruparadís.
Hægt er að leggja bíl til móts við sjúkrastöðina Vog.