Þessi danska gamanmynd eftir hinn frábæra danska leikstjóra og handritshöfund Anders Thomas Jensen er trúarleg en nútímaleg saga um baráttuna milli góðs og ills. Adam er nýnasisti sem er skyldaður til að starfa í þágum samfélagsins og sendur til vinnu hjá prestinum Ívan. Ívan fær Adam það verkefni að baka eplaköku úr eplunum sem vaxa á trénu framan við kirkjuna. Á meðan háma fulglar og ormar í sig eplin, auk þess sem eldingu lýstur niður í tréð. Ivan telur að djöfullinn sé að reyna þá en Adam veðjar á að Guð sé hér að verki. Epli Adams er há alvarleg gamanmynd og var valin sem framlag dana til Óskarsverðlaunanna fyrir nokkrum árum.