Sunnudagurinn 3.maí er helgaður barnastarfinu í Grafarvogskirkju.
Klukkan 11.00 er fjölskylduguðsþjónusta í Grafarvogskirkju. Prestur er sr. Lena Rós. Umsjón hafa Hjörtur og Rúna.
Í Borgarholtsskóla er einnig fjölskylduguðsþjónusta klukkan 11.00. Umsjón hefur Gunnar Einar Steingrímsson, djákni.
Klukkan 12 verður hátíð við Grafarvogskirkju. Boðið verður upp á grillaðar pylsur, hoppukastalar, leikir og ýmislegt skemmtilegt. Upplagt fyrir fjölskyldur að fjölmenna og gera sér glaðan dag.