Leikjanámskeiðið; Kátir Krakkar í Kyrruviku, hefur farið vel af stað og er síðasti dagur námskeiðsins á morgun. Annað kvöld munu svo börnin koma ásamt fjölskyldum sínum í kirkjuna og sýna afrakstur undanfarinna daga. Þau munu syngja fyrir fólkið og fá afhent viðurkenningarskjöl fyrir þátttökuna.