Fimmtudaginn 26. mars kl. 19:30 verður sýnd myndin In America eða Í Ameríku. Þetta er margverðlaunuð kvikmynd leikstjórans Jim Sheridan. In America er sannsöguleg mynd frá árinu 2003 og fjallar um írska fjölskyldu sem flytur til Bandaríkjanna. Fjölskyldan hefur orðið fyrir mikilli sorg og reynir að hefja nýtt líf í nýju landi. In America er ein af athyglisverðari myndum síðari ára. Þetta er mynd sem fjallar um sorg og von í senn.