Þann 27. nóvember n.k. mun Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness standa fyrir foreldraþingi fyrir foreldra í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Þingið er ætlað foreldrum eða forráðamönnum allra barna í hverfinu og leggjum við mikið upp úr því að sem flestir sjái sér fært að mæta, börnum okkar til heilla.
Þann 27. nóvember n.k. mun Miðgarður, þjónustumiðstöð Grafarvogs og Kjalarness standa fyrir foreldraþingi fyrir foreldra í Grafarvogi og á Kjalarnesi. Þingið er ætlað foreldrum eða forráðamönnum allra barna í hverfinu og leggjum við mikið upp úr því að sem flestir sjái sér fært að mæta. Þar gefst foreldrum kjörið tækifæri til að koma skoðunum sínum á framfæri og hafa áhrif á aðstæður barna sinna til framtíðar.
Þátttakendum verður boðið upp á léttar veitingar og barnagæsla verður fyrir yngstu börnin meðan á þinginu stendur. Nánari upplýsingar um þingið.
Prestar kirkjunnar hvetja foreldra og forráðamenn að nýta sér þetta góða framtak félagsþjónustunnar!