Eins og undanfarin ár verða starfræktir stuðningshópar í Grafarvogskirkju, fyrir þau sem hafa misst náinn ástvin.
þriðjudagskvöldið 8. janúar kl. 20:00 verður haldinn fyrirlestur um sorgarviðbrögð. Fyrirlesari kvöldsins verður séra Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur. Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópi sem hefst þriðjudagskvöldið 15. janúar kl. 20:00.
Eins og undanfarin ár verða starfræktir stuðningshópar í Grafarvogskirkju, fyrir þau sem hafa misst náinn ástvin.
þriðjudagskvöldið 8. janúar kl. 20:00 verður haldinn fyrirlestur um sorgarviðbrögð. Fyrirlesari kvöldsins verður séra Gunnar Rúnar Matthíasson, sjúkrahúsprestur.
Í kjölfarið verður boðið upp á samfylgd í sorgarhópi sem hefst þriðjudagskvöldið 15. janúar kl. 20:00 og verður vikulega í fimm vikur, undir handleiðslu sr. Lenu Rósar Matthíasdóttur. Fylgt verður eftir bókinni Til þín sem átt um sárt að binda eftir biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson. Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt, er bent á að hafa samband við presta Grafarvogskirkju í síma 587-9070, eða hjá séra Lenu Rós á netfanginu srlenaros@grafarvogskirkja.is