Þann 3. október 1976 vígði séra Sigurbjörn Einarsson biskup, sex kandidata til að gegna prestþjónustu, en það var fjölmennasti víglsuhópur séra Sigurbjarnar í biskupstíð hans. Þetta voru þeir: Séra Gunnþór Ingason, séra Hjálmar Jónsson, séra Pétur Þórarinsson, séra Sighvatur Birgir Emilsson, séra Vigfús Ingvar Ingvarsson og séra Vigfús Þór Árnason.
Þann 3. október árið 1976 vígði séra Sigurbjörn Einarsson biskup sex kandidata til að gegna prestþjónustu. Vígsluþegar voru sex talsins, en það var fjölmennasti vígsluhópur séra Sigurbjarnar í biskupstíð hans.
Séra Gunnþór Ingason vígður til að gegna Staðarprestakalli í Súgandafirði er nú sóknarprestur Hafnarfjarðarprestakalls.
Séra Hjálmar Jónsson vígður til Bólstaðarhlíðarprestakalls í Austur – Húnavatnssýslu nú prestur í Dómkirkjuprestakalli.
Séra Pétur Þórarinsson vígður til að gegna Hálsprestakalli er nú sóknarprestur í Laufásprestakalli við Eyjafjörð.
Séra Sighvatur Birgir Emilsson vígður til Hólaprestakalls í Hjaltadal. Hann var síðast sóknarprestur í Engerdal í Austurdal í Heiðmörk í Noregi. Hann lést á þessu ári.
Séra Vigfús Ingvar Ingvarsson vígður til að gegna Vallanesprestakalli. Hann er nú sóknarprestur í Egilsstaðaprestakalli.
Séra Vigfús Þór Árnason vígður til Siglufjarðarprestakalls. Hann er nú sóknarprestur í Grafarvogsprestakalli.
Hópurinn ætlar að hittist á vígslustað í Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. október kl. 18:00,
ásamt Hr. Sigurbirni Einarssyni biskup.