Æskulýðsmessa verður í Grafarvogskirkju sunnudagskvöldið 6. mars, kl. 20:00.
Séra Bjarni Þór Bjarnason leiðir stundina. Sérstakur gestur kvöldsins er söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson, meðlimur hljómsveitarinnar ,,Í svörtum fötum.“ Jónsi (eins og hann er oftast kallaður) verður með hugleiðingu fyrir unga fólkið og að sjálfsögðu tekur hann nokkur lög fyrir okkur.
Æskulýðsmessa verður í Grafarvogskirkju sunnudagskvöldið 6. mars, kl. 20:00.
Séra Bjarni Þór Bjarnason leiðir stundina. Sérstakur gestur kvöldsins er söngvarinn Jón Jósep Snæbjörnsson, meðlimur hljómsveitarinnar ,,Í svörtum fötum.“ Jónsi (eins og hann er oftast kallaður) verður með hugleiðingu fyrir unga fólkið og að sjálfsögðu tekur hann nokkur lög fyrir okkur.
Fermingarbörnin eru hvött til að mæta í þessa messu, ásamt fjölskyldu sinni og vinum.
Kvöldmessurnar í Grafarvogskirkju eru hin besta sálarfæða. Tónlist, íhugun og bænarefnum er flettað saman á ljúfan og notalegan hátt.
Komið og eigið góða stund í nærandi samfélagi Guðs og manna!
,,Trúr er Guð, sem yður hefur kallað til samfélags sonar síns Jesú Krists, Drottins vors.“ (1. Kor. 1.9).