Miðvikudagskvöldið 9. febrúar 2005, kl. 20:00, verður efnt til feðgakvölds í Grafarvogskirkju. Yfirskrift kvöldsins er fótbolti og munu þeir Guðni Bergsson og Hermann Gunnarsson leiða viðstadda í sannleikann um ,,líf atvinnumannsins í boltanum.“
Miðvikudagskvöldið 9. febrúar 2005, kl. 20:00, verður efnt til feðgakvölds í Grafarvogskirkju.
Yfirskrift kvöldsins er fótbolti og munu þeir Guðni Bergsson og Hermann Gunnarsson leiða viðstadda í sannleikann um ,,líf atvinnumannsins í boltanum.“
Fermingardrengjum er boðið að koma með feðrum, fósturfeðrum, öfum, frændum og bræðrum. Á þennan hátt er reynt að tengja saman kynslóðirnar.
Séra Vigfús Þór Árnason og séra Bjarni Þór Bjarnason leiða stundina, en í lok hennar verður boðið upp á kaffi og ekta boltaköku.