Alla virka daga aðventunnar er boðið upp á sérstakar helgistundir í Grafarvogskirkju. Þær kallast: Á leiðinni heim. Þessar stundir gefa fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar. Hver helgistund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu, víxllestri og bæn.
Alla virka daga aðventunnar er boðið upp á sérstakar helgistundir í Grafarvogskirkju. Þær kallast: Á leiðinni heim. Hugsunin að baki þessari nafngift er sú, að fólk geti komið við í Grafarvogskirkju kl. 18, á leiðinni heim til sín, að loknum vinnudegi. Þessar stundir gefa fólki tækifæri til að eiga friðar- og kyrrðarstund í erli aðventunnar. Um er að ræða 20 skipti.
Fyrsta helgistundin var mánudaginn 28. nóvember og sú síðasta verður á Þorláksmessu. Hver helgistund samanstendur af ritningarlestri, hugleiðingu, víxllestri og bæn.