Þriðjudaginn 4. desember, Kl. 18:00-19:00 verður samvera fyrir þau sem hafa misst maka sinn. Samveran verður í Ráðgjafarþjónustu Krabbameinsfélagsins, Skógarhlíð 8 Reykjavík. Bragi Skúlason sjúkrahúsprestur og Ásdís Káradóttir hjúkrunarfræðingur fjalla um: Hátíðina og sorgina. Heitt súkkulaði og smákökur Athugið: Upplestur úr bókinni Makalaust líf kl. 17:00-17:45
Anna Ingólfsdóttir og Guðfinna Eydal lesa uppúr bókinni og spjalla yfir heitu súkkulaði og smákökum.Við hvetjum alla sem hafa gengið í gegnum þá erfiðu lífsreynslu að missa maka að mæta og taka með vin, fjölskyldumeðlim eða láta þann vita sem gæti nýtt sér samveruna.Ráðgjafarþjónusta Krabbameinsfélagsins, 1. hæð. Skógarhlíð 8, Reykjavík.
Allir ávallt velkomnir.