Stofnfundur landssamtaka foreldra sem misst hafa börn eða ungmenni með skyndilegum hætti verður haldinn föstudaginn 7. desember kl. 17:00 í Grafarvogskirkju. Tilgangur samtakanna er að standa fyrir ýmsum viðburðum og fræðslu fyrir syrgjandi foreldra og fjölskyldur þeirra, en einnig að standa fyrir árlegum hvíldardögum fyrir foreldra með uppbyggjandi fræðslu og endurnærandi hvíld að leiðarljósi.
Undir skyndilegt dauðsfall flokkast öll dauðsföll sem ekki gera boð á undan sér, hvort heldur sem orsökin eru líffræðileg, viðkomandi hafi fallið fyrir eigin hendi eða annarra, horfið eða látist af slysförum.
Stjórnarmenn samtakanna verða sjö og reynt að hafa sem jafnast hlutfall stjórnarmanna frá höfuðborgarsvæði og landsbyggð. Samtökin munu starfa óháð trúfélagsaðild og búsetu. Þau sem áhuga hafa á því að gerast stofnfélagar mæti á stofnfundinn 7. des. kl. 17:00 í Grafarvogskirkju. Nánari upplýsingar veitir séra Lena Rós Matthíasdóttir. Hafa má samband á netfangið: srlenaros@grafarvogskirkja.is eða í síma: 8976789.