Sunnudaginn 26. júní, kl. 11:00 verður sameiginleg Guðsþjónusta safnaðanna í Ólafsfirði og Grafarvogi. Séra Elínborg Gísladóttir og séra Lena Rós Matthíasdóttir þjóna fyrir altari. Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, séra Sigríður Munda Jónsdóttir predikar.
Sunnudaginn 26. júní, kl. 11:00 verður sameiginleg Guðsþjónusta safnaðanna í Ólafsfirði og Grafarvogi. Séra Elínborg Gísladóttir og séra Lena Rós Matthíasdóttir þjóna fyrir altari. Sóknarpresturinn í Ólafsfirði, séra Sigríður Munda Jónsdóttir predikar.
Kór Grafarvogskirkju og kór Ólafsfjarðarkirkju leiða almennan safnaðarsöng. Organisti er Guðlaugur Viktorsson. Ritningarlestra les formaður sóknarnefndar Grafarvogskirkju, Bjarni Grímsson, sem jafnframt er brottfluttur Ólafsfirðingur.
Eftir messu verður kirkjukaffi í safnaðarheimilinu. Allir Ólafsfirðingar, núverandi og brottfluttir, eru hvattir til að mæta.