Næstkomandi sunnudag, sunnudagin 19. júní, verður haldið upp á fimmára vígsluafmæli Grafarvogskirkju. Þá mun herra Karl Sigurbjörnssonbisup Íslands prédika og prestar safnaðrins þjóna fyrir altari. Að lokinni messu er boðið upp á léttar veitingar.
Næstkomandi sunnudag, sunnudagin 19. júní verður haldið upp á fimmára vígsluafmæli Grafarvogskirkju, en hún var vígð af herra Karli Sigurbjörnssyni biskup Íslands þann 18. júní á Kristnihátiðarárinu 2000.
Grafarvogssókn var stofnuð árið l989, en það ár var fyrsti prestur safnaðarins valinn séra Vigfús Þór Árnason. Í upphafi voru sóknarbörnin um 3200 en nú árið 2005 eru þau um tuttugu þúsund. Fjölgun sóknarbarna kallaði á fleira starffólk og fleiri presta.
Árið l995 var séra Sigurður Arnarson vígður til Grafarvogssóknar. Séra Anna Sigríður Pálssóttir var vígð l997 til Grafarvogssóknar og séra Lena Rós Matthíasdóttir var vígð árið 2004. Eftir að séra Sigurður Arnarson var valinn til að gegna prestþjónustu við sendiráðið í London var séra Bjarni Þór Bjarnason valinn til að gegna prstþjónustu ´við Grafarvogskirkju. Séra Elinborg Gísladóttir gegnir nú prestþjónustu í námsleyfi séra Önnu Sigríðar Pálsdóttur.
Á sunnudaginn l9. júni mun herra Karl Sigurbjörnssonbisup Íslands prédika og prestar safnaðrins þjóna.
Kórar kirkjunnar munu syngja stjórendur Hörður Bragason og Oddný J. Þorsteinsdóttir. Að lokinni messu er boðið upp á léttar veitingar.