Mikil þátttaka var í flugmessunni sem haldin var sl. sunnudag eða rúmlega 600 manns. Fólk úr ýmsum greinum flugrekstrar bar uppi guðsþjónustuna, – flugfreyjukór, hljóðfæaraleikarar, lestur ritninga og bæna. Sjá svipmyndir frá samkomunni.
Mikil þátttaka var í flugmessunni sem haldin var sl. sunnudag eða rúmlega 600 manns. Fólk úr ýmsum greinum flugrekstrar bar uppi guðsþjónustuna, – flugfreyjukór, hljóðfæaraleikarar, lestur ritninga og bæna.
Veðrið lék við okkur, en eftir messuna var flugkaffi með listflugi. 3 fallhlífastökkvarar komu fljúgandi af ´himnum´ til messu og prestarnir komu með þyrlu landhelgisgæslunnar. Sannkölluð hátíðarstund var í guðsþjónustunni með glæsilegum tónlistarflutningi. Áberandi var hversu breiður aldurshópur naut samfélagins um helgihaldið. Vandvirkni alúð og gott skipulag einkendi allt það sem lagt var af mörkum og Grafarvogskirkja er stolt og þakklát að hafa fengið að koma að þessu með flugfólkinu.